Frétt

Erlendar sérhæfðar fjárfestingar

Erlendar sérhæfðar fjárfestingar

Í nýjustu fræðslugrein á vef Frjálsa, fara Ásgeir Bragason og Halldór Grétarsson, sjóðstjórar í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka, yfir erlendar sérhæfðar fjárfestingar sjóðsins.

Sérhæfðar fjárfestingar eru fjárfestingar sem falla ekki undir hefðbundna fjárfestingarkosti eins og skráð hlutabréf og skuldabréf. Þessar fjárfestingar eru oft í formi fjárfestinga í gegnum óskráða sjóði, sem hafa takmarkaðan seljanleika til skemmri tíma og fela í sér langtímabindingu.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur markvisst aukið vægi erlendra eigna í eignasafni sínu eftir að gjaldeyrishöft voru afnumin árið 2017. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins árið 2020 var tekin ákvörðun um að byggja upp safn erlendra sérhæfðra fjárfestinga. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn skuldbundið sig til þátttöku í mörgum erlendum sérhæfðum fjárfestingum.

Fimm árum eftir að tekin var ákvörðun um að hefja uppbyggingu erlendra sérhæfðra fjárfestinga, er sjóðurinn að mestu búinn að uppfylla núverandi markmið fjárfestingarstefnunnar. Hraður vöxtur í uppbyggingu eignaflokksins mun víkja fyrir viðhaldi á komandi árum.

Erlendar sérhæfðar fjárfestingar

Ásgeir Bragason

 

Halldór Grétarsson