„Þetta er bara eins og að fá launahækkun“
Viðbótarlífeyrissparnaður hjá Frjálsa er skilvirk leið til að auka tekjur og sparnað á einfaldan og reglulegan hátt. Í raun virkar viðbótarlífeyrissparnaður eins og launahækkun: Þú leggur til 2 eða 4 prósent af föstum mánaðarlaunum þínum í fjárfestingarleið að eigin vali og launagreiðandi mætir þeim með mánaðarlegu 2% mótframlagi. Launin þín hækka því um þessi 2% sem nema mótframlaginu og rata í sparnaðinn.
Viðbótarlífeyrissparnað af þessum toga geturðu nýtt með ýmsum hætti. Algengt er að fastar tekjur fólks lækki umtalsvert við starfslok og því kemur viðbótarlífeyrissparnaður í góðar þarfir ef brúa þarf bilið á slíkum tímamótum. Viðbótarlífeyrissparnaður erfist enn fremur við andlát og erfingjar greiða ekki erfðafjárskatt af honum.
Frábær leið til að auðvelda sér fyrstu íbúðarkaupin
Ekki bíða þó allir svo lengi með að nýta sér viðbótarlífeyrissparnað. Hann er nefnilega frábær leið til að auðvelda sér fyrstu íbúðarkaupin – en hluta þeirra má fjármagna með viðbótarlífeyrissparnaði, að vissum skilyrðum uppfylltum.
Lilja Rós er tvítug námskona sem stundar viðskiptafræðinám við Háskóla Íslands og vinnur samhliða námi á leikskóla í heimabæ sínum, Garðabæ. Lilja Rós kveðst ekki hafa kynnt sér viðbótarlífeyrissparnaðinn en tekur þó fram að hún hugsi mikið um framtíðina og sparnað. „Efnahagurinn er ekki alveg nógu góður þessa dagana og því spara ég mikið til að geta keypt mér íbúð í framtíðinni.“ Til að spara leggur hún reglulega til hliðar og reynir að finna reikninga með sem hæstum vöxtum. Lilja Rós kveðst forvitin um viðbótarlífeyrissparnaðinn enda ætti hann að hæfa langtímamarkmiðum hennar vel; hún gæti nýtt hann skattfrjálst til að fjármagna hluta fyrstu íbúðarkaupa sinna.
Elvar Ágúst er fjórum árum eldri en Lilja Rós, fæddur árið 2000, og stundar þessa dagana nám í félagsfræði við Háskóla Íslands. Ekki stendur á svörum þegar hann er inntur eftir því hvort hann viti hvernig viðbótarlífeyrissparnaður virkar. „Þetta er bara eins og að fá launahækkun,“ segir hann og kveðst sjálfur vera með lífeyrissparnað. „Ég var einmitt að kaupa mér íbúð nú á dögunum og nýtti mér viðbótarlífeyrissparnaðinn þar.“ Elvar Ágúst segir mikilvægt að spara hluta launa sinna og hugsa til framtíðar. „Það eru heilbrigðar venjur, held ég, að leggja smá til hliðar í hverjum mánuði.“
Við hvetjum þig til að skoða viðbótarlífeyrissparnað hjá Frjálsa ef þú ert ekki með slíkan sparnað nú þegar. Í Arion appinu býðst þér einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn. Ef þú ert ekki með viðbótarlífeyrissparnað getur þú stofnað hann í Arion appinu með nokkrum smellum.