Launagreiðendur
Launagreiðendur
Launagreiðendur greiða skyldusparnað mánaðarlega í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára og viðbótarsparnað fyrir þá sem gera samning um hann. Launagreiðendur eru hvattir til að senda Frjálsa skilagreinar með rafrænum hætti í gegnum launakerfi eða launagreiðendavef Frjálsa, sjá nánar hér að neðan.
Sjálfstætt starfandi
Sjálfstætt starfandi eða sjálfstæðir atvinnurekendur greiða líka skyldusparnað í lífeyrissjóð og viðbótarsparnað óski þeir þess.
Að lágmarki greiða þeir 15,5% af launum eða reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð en er þó frjálst að greiða meira og auka þannig við lífeyrisréttindi og séreign. Þeir mega velja sér lífeyrissjóð og því mikilvægt að kynna sér mismunandi uppbyggingu sjóða og réttindaávinnslu. Hjá Frjálsa fer stór hluti skylduiðgjalds í séreign sem er erfanleg og eykur sveigjanleika við útgreiðslur.
Vakin er athygli á viðtali við Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins - Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk.
- Sjálfstætt starfandi og sjálfstæðir atvinnurekendur með fastar mánaðarlegar greiðslur geta nýtt sér kröfuáskrift en þó er mælt með notkun launagreiðendavefs
- Óþarfi að senda inn skilagreinar
- Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda
- Mikilvægt að upplýsa Frjálsa um breytingar á launum/reiknuðu endurgjaldi
Launagreiðendaþjónusta
- Sími: 444 6500
- Netfang: launagreidendur@frjalsi.is
- Móttaka: Borgartún 19, 105 Reykjavík
Greiðsluupplýsingar
- Notandanafn og lykilorð: Launagreiðandi velur sjálfur í launakerfi
- Kennitala: 600978-0129
- Reikningsnúmer: 329-26-7056
- Skylduiðgjald: Lífeyrissjóðsnúmer 137
- Viðbótariðgjald: Lífeyrissjóðsnúmer 135
- IBAN: IS62 0329 2600 7056 6009 7801 29
- SWIFT: ESJAISRE
- Gjalddagi: 10. dagur næsta mánaðar eftir launatímabil
- Eindagi: Síðasti virki dagur næsta mánaðar eftir launatímabil
Launakerfi
- Launagreiðandi velur sjálfur notandanafn og lykilorð, sjóðurinn kemur ekki að úthlutun þeirra
- Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda
- Vefslóð til að skrá í launakerfi (XML gögn): https://www.arionbanki.is/rafskilxml/sendpaymentinfo.aspx
- Nánar um rafrænar skilagreinar frá launakerfum
Launagreiðendavefur
- Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir fyrirtæki sem hafa ekki aðgang að launakerfi sem styður rafrænar skilagreinar
- Býður upp á nýskráningu skilagreina, afritun eldri skilagreina og innsendingu textaskráa
- Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda
- Launagreiðendur geta sjálfir sótt yfirlit yfir iðgjaldaskil - launagreiðendayfirlit
- Skoða notkunarleiðbeiningar launagreiðendavefs
*Innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is hefur verið lokað. Nú hefur nýtt umboðs- og innskráningarkerfi verið tekið í notkun, Signet Login. Núverandi umboð flytjast ekki yfir í nýja kerfið.Til að geta skráð sig inn á launagreiðendavefinn er nauðsynlegt að veita umboð að nýju. Prókúruhafar þurfa að veita sjálfum sér og öðrum starfsmönnum sem sjá um iðgjaldaskil umboð í gegnum nýtt umboðskerfi.
Spurt og svarað
Hvað er skylduiðgjald (lágmarksiðgjald) í lífeyrissjóð hátt?
Greiða skal í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára. Þann 1. janúar 2023 hækkaði skylduiðgjald (lágmarksiðgjald) í lífeyrissjóð, lögum samkvæmt, úr 12% af launum í 15,5%. Framlag launagreiðanda er 11,5% og framlag launþega 4%. Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða hvort tveggja. Dæmi eru um að launþegar semji um hærra mótframlag frá launagreiðanda. Sjá undantekningar frá iðgjaldsstofni í 3. gr. laga nr. 129/1997. Samhliða lífeyrisiðgjöldum greiða launagreiðendur 0,10% í VIRK starfsendurhæfingarsjóð.
Launþegi og launagreiðandi semja stundum um hærra mótframlag, sjá; Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk.
Hvað er iðgald í viðbótarlífeyrissparnað hátt?
Af hvaða tekjum er greitt?
Hvenær eru gjalddagi og eindagi?
Af hverju þarf að skila inn skilagrein?
Hafa flestir val um lífeyrissjóð eða kveða kjarasamningar á um skylduaðild?
Hvernig er iðgjald greitt og skilagreinum skilað?
Hvernig er greiðslum tekjuskatts háttað?
Hvaða greiðslumáta er mælt með fyrir sjálfstæða atvinnurekendur?
Hvar fást notendanafn og lykilorð vegna rafrænna skila í launakerfi?
Hvernig er mótframlagi sjálfstæðra atvinnurekenda háttað?
Á að segja skyldulífeyrissparnaði upp skriflega?
Á að segja viðbótarlífeyrissparnaði upp skriflega?
Á að bíða eftir staðfestingu vörsluaðila áður en greiðslur hefjast í nýjan sjóð?
Hvað gerist ef skilagrein berst sjóðnum en engin greiðsla?
Hvað gerist ef greiðsla berst of seint?
Hvað ef ég greiði aðeins hluta skylduiðgjalda í lífeyrissjóð fyrir launþega mína?
Hvað ef ég greiði ekki í lífeyrissjóð fyrir launþega mína?
Innheimta RSK og SL lífeyrissjóðs
Lífeyrissjóðum ber að innheimta vangoldin iðgjöld vegna sjóðfélaga sinna á grundvelli upplýsinga sem ríkisskattstjóri sendir ár hvert til lífeyrissjóðanna. Hafi hluti iðgjalda tekjuárs verið greiddur í lífeyrissjóð eða sérstaklega merkt við ákveðinn sjóð á skattframtali þá sér viðkomandi lífeyrissjóður um innheimtuna. Hafi engin iðgjöld vegna tekjuársins verið greidd og sjóðfélagi ekki skráð lífeyrissjóð á skattframtal sitt, þá sér SL lífeyrissjóður að öllum líkindum um innheimtuna.
ATH. hægt er að óska eftir því að Frjálsi yfirtaki kröfur frá SL lífeyrissjóði með því að senda tölvupóst á launagreidendur@frjalsi.is ásamt afriti af yfirliti/greiðsluseðli frá SL lífeyrissjóði innan uppgefins frests SL lífeyrissjóðs.