Launagreiðendur

Launagreiðendur

Launagreiðendur greiða skyldusparnað mánaðarlega í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára og viðbótarsparnað fyrir þá sem gera samning um hann. Launagreiðendur eru hvattir til að senda Frjálsa skilagreinar með rafrænum hætti í gegnum launakerfi eða launagreiðendavef Frjálsa, sjá nánar hér að neðan.

Sjálfstætt starfandi

Sjálfstætt starfandi eða sjálfstæðir atvinnurekendur greiða líka skyldusparnað í lífeyrissjóð og viðbótarsparnað óski þeir þess. 

Að lágmarki greiða þeir 15,5% af launum eða reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð en er þó frjálst að greiða meira og auka þannig við lífeyrisréttindi og séreign. Þeir mega velja sér lífeyrissjóð og því mikilvægt að kynna sér mismunandi uppbyggingu sjóða og réttindaávinnslu. Hjá Frjálsa fer stór hluti skylduiðgjalds í séreign sem er erfanleg og eykur sveigjanleika við útgreiðslur.

Vakin er athygli á viðtali við Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins - Einyrkjar hafa meira frelsi en launafólk.

  • Sjálfstætt starfandi og sjálfstæðir atvinnurekendur með fastar mánaðarlegar greiðslur geta nýtt sér kröfuáskrift en þó er mælt með notkun launagreiðendavefs
  • Óþarfi að senda inn skilagreinar
  • Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda
  • Mikilvægt að upplýsa Frjálsa um breytingar á launum/reiknuðu endurgjaldi

Launagreiðendaþjónusta

Greiðsluupplýsingar

  • Notandanafn og lykilorð: Launagreiðandi velur sjálfur í launakerfi 
  • Kennitala: 600978-0129
  • Reikningsnúmer: 329-26-7056
  • Skylduiðgjald: Lífeyrissjóðsnúmer 137
  • Viðbótariðgjald: Lífeyrissjóðsnúmer 135
  • IBAN: IS62 0329 2600 7056 6009 7801 29
  • SWIFT: ESJAISRE
  • Gjalddagi: 10. dagur næsta mánaðar eftir launatímabil
  • Eindagi: Síðasti virki dagur næsta mánaðar eftir launatímabil

Launakerfi

  • Launagreiðandi velur sjálfur notandanafn og lykilorð, sjóðurinn kemur ekki að úthlutun þeirra 
  • Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda
  • Vefslóð til að skrá í launakerfi (XML gögn): https://www.arionbanki.is/rafskilxml/sendpaymentinfo.aspx
  • Nánar um rafrænar skilagreinar frá launakerfum

Launagreiðendavefur

  • Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir fyrirtæki sem hafa ekki aðgang að launakerfi sem styður rafrænar skilagreinar
  • Býður upp á nýskráningu skilagreina, afritun eldri skilagreina og innsendingu textaskráa
  • Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda
  • Launagreiðendur geta sjálfir sótt yfirlit yfir iðgjaldaskil - launagreiðendayfirlit
  • Skoða notkunarleiðbeiningar launagreiðendavefs

Opna launagreiðendavef

*Innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is hefur verið lokað. Nú hefur nýtt umboðs- og innskráningarkerfi verið tekið í notkun, Signet Login. Núverandi umboð flytjast ekki yfir í nýja kerfið.Til að geta skráð sig inn á launagreiðendavefinn er nauðsynlegt að veita umboð að nýju. Prókúruhafar þurfa að veita sjálfum sér og öðrum starfsmönnum sem sjá um iðgjaldaskil umboð í gegnum nýtt umboðskerfi.

Spurt og svarað