Með því að slá inn í reiknivélina forsendur um stöðu frjálsrar séreignar, aðrar tekjur, nýtingu skattkorts og vænta ávöxtun má reikna út ólíkar útfærslur útgreiðslna. Val er um hvort reiknað er út frá fjölda mánaða eða upphæð á mánuði. Niðurstöður útgreiðslna frjálsrar séreignar birtast á textaformi, fyrir og eftir skatt, auk samanburðardæmis. Þegar útgreiðslur séreignar eru hafnar er hægt að breyta þeim.
Með því að slá inn í reiknivélina forsendur um upphæð réttinda við viðmiðunaraldur mismunandi leiða, aldur við upphaf útgreiðslu, má reikna út ólíkar útfærslur útgreiðslna. Niðurstöður útgreiðslna ellilífeyris úr samtryggingu og/eða bundinnar séreignar birtast bæði á texta- og myndaformi, fyrir skatt. Athugið, ef útgreiðslur ellilífeyris eru hafnar er ekki hægt að breyta þeim og óska eftir eingreiðslu eftir á.
Hafi þegar verið slegnar inn forsendur í flipunum Frjáls séreign og Ellilífeyrir þá færast þær sjálfkrafa yfir í flipann Heildarútgreiðslur, ásamt niðurstöðum útreikninga. Eftir að þangað er komið má þó breyta forsendum að vild, en hugmyndin er að sjóðfélagi fái betri yfirsýn yfir útgreiðslur ekki síst með því að horfa myndrænt á heildarútgreiðslur ellilífeyris og séreignar. Niðurstöður allra útgreiðslna birtast bæði á texta- og myndaformi, fyrir og eftir skatt. Eingreiðslur birtast þó ekki á myndformi, aðeins í texta.
Hér er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að útgreiðslu s.s. útgreiðslureglur Frjálsa lífeyrissjóðsins og skerðingar annarra greiðslna.
Í útreikningum er miðað við réttindatöflur Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Staða frjálsrar séreignar | kr. |
Aðrar tekjur á mánuði | kr. |
Skattkort sjóðfélaga | % |
Skattkort maka | % |
Vænt ávöxtun | % |
Útgreiðsla skal miðuð við | |
Upphæð á mánuði fyrir skatt | kr. |
Aðrar tekjur á mánuði | kr. |
Skattkort sjóðfélaga | % |
Skattkort maka | % |
Þú getur leitað ráðgjafar hjá TR vegna þeirra áhrifa sem útgreiðslur úr lífeyris- og séreignarsjóðum og aðrar tekjur hafa á greiðslur frá TR.
Upplýsingar um réttindi og inneign í Frjálsa lífeyrissjóðnum má nálgast á yfirlitum á Mínum síðum eða hjá lífeyrisráðgjöfum í síma 444 7000 eða á lifeyristhjonusta@arionbanki.is
Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira