Af hverju tilgreind séreign?

Tilgreind séreign gæti hentað þér ef þú vilt að hluti af þínum skyldulífeyrissparnaði sé þín séreign. 

  • Má nýta við fjármögnun fyrstu íbúðar og sem greiðslur inn á lán
  • Erfist eins og aðrar séreignartegundir
  • Eykur sveigjanleika við útgreiðslur
  • Er laus til útgreiðslu skv. ákveðnum reglum frá 62 ára aldri og vegna örorku

Gott er að hafa í huga að með því að greiða í tilgreinda séreign og byggja þannig um erfanlegan séreignarsparnað fer minna í samtryggingu og greiðslur eftirlauna, örorkulífeyris og makalífeyris úr henni verða lægri.

   

„Tilgreind séreign veitir þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar.“ 

Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign?

Kynntu þér málið hér.

Mörgum starfandi einstaklingum er gert skylt að greiða í tiltekna lífeyrissjóði. Flestir þeirra eru samtryggingarsjóðir sem bjóða þó sínum sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% í tilgreinda séreign. Ef þú gerir ekki samning um tilgreinda séreign fer allt iðgjaldið þitt í samtryggingu sem tryggir þér ævilöng eftirlaun, örorku-, maka- og barnalífeyri.

Þú gætir greitt í tilgreinda séreign hjá Frjálsa ef þú greiðir í einhvern af eftirtöldum lífeyrissjóðum:

  • Birta
  • Festa
  • Gildi
  • Lífeyrissjóður bænda
  • Lífeyrissjóður Rangæinga
  • LSR – A deild
  • Lífeyrissjóður verzlunarmanna
  • Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
  • SL
  • Stapi

Hvernig virkar þetta?

 
Fyrsta skref
- Gera samning við Frjálsa.

Samingur um tilgreinda séreign

Annað skref - Láta þinn skyldulífeyrissjóð vita í gegnum Mínar síður:

*Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja þurfa ekki að láta sinn skyldulífeyrissjóð sérstaklega vita.

Sjóðfélagar Frjálsa

Ef þú ert með þinn skyldulífeyrissparnað hjá Frjálsa þá ertu nú þegar að ráðstafa stórum hluta iðgjalds í frjálsa séreign, meira en 3,5%. Þú þarft því ekkert að aðhafast.

  • Frjáls séreign erfist eins og aðrar séreignartegundir.
  • Hægt er að óska eftir útgreiðslu frjálsrar séreignar vegna örorku, nánar hér.
  • Frjáls séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslu og er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.