Samningur um rekstur og eignastýringu

Milli Frjálsa lífeyrissjóðsins og Arion banka hf.

24. febrúar 2023


Samningur þessi er á milli Arion banka hf., kt. 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík (í samningi þessum einnig nefndur „Arion banki“ eða „bankinn“) annars vegar og Frjálsa lífeyrissjóðsins, kt. 600978-0129, Borgartúni 19, 105 Reykjavík (í samningi þessum einnig nefndur „lífeyrissjóðurinn“ eða „sjóðurinn“).

Þessi samningur varðar réttarsamband ofangreindra aðila vegna rekstrar Frjálsa lífeyrissjóðsins, eigna- og áhættustýringar Arion banka auk tilheyrandi þjónustu við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins, allt í samræmi við nánari ákvæði samnings þessa og viðauka við hann, auk laga og reglna sem við geta átt hverju sinni.

I. KAFLI: REKSTUR FRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS

II. KAFLI: EIGNA- OG ÁHÆTTUSTÝRING

III. KAFLI: REGLUVARSLA

IV. KAFLI: REGLULEGT EFTIRLIT

V. KAFLI: SJÓÐFÉLAGALÁN

VI. KAFLI: ÖNNUR ÁKVÆÐI

VIÐAUKI I - KOSTNAÐUR OG ÞÓKNANIR

24. febrúar 2023

Með vísan til gildandi samnings um rekstur og eignastýringu, milli Arion banka hf., kt. 581008-0150, Borgartúni 19, Reykjavík (í viðauka þessum einnig nefndur „Arion banki“ eða „bankinn“) annars vegar og Frjálsa lífeyrissjóðsins, kt. 600978-0129, Borgartúni 19, Reykjavík (í viðauka þessum einnig nefndur „lífeyrissjóðurinn“ eða „sjóðurinn“) hins vegar, skuldbindur lífeyrissjóðurinn sig til að greiða bankanum, eða öðrum þeim aðila sem bankinn vísar til, þóknanir fyrir rekstur og eignastýringu, eins og nánar er kveðið á um í viðauka þessum. 

VIÐAUKI II - UMBOÐ VEGNA RÁÐSTÖFUNAR FJÁRMÁLAGERNINGA

24. febrúar 2023

VIÐAUKI III - FRÁVIKATILKYNNINGAR OG FRAMVINDUSKÝRSLUR

24. febrúar 2023

Samningur þessi er viðauki við gildandi samning um rekstur og eignastýringu, milli Arion banka hf., kt. 581008-0150, Borgartúni 19, 105 Reykjavík (í viðauka þessum einnig nefndur „Arion banki“ eða „bankinn“) annars vegar og Frjálsa lífeyrissjóðsins kt. 600978-0129, Borgartúni 19, 105 Reykjavík (í viðauka þessum einnig nefndur „lífeyrissjóðurinn“ eða „sjóðurinn“) hins vegar.

Viðauki þessi varðar frávikatilkynningar og framvinduskýrslur í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (í viðauka þessum nefnt „FME“) nr. 1/2019 vegna áhættu við rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila.