Nýliðar
Hvað veist þú um lífeyrismál?
Af hverju þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?
Allir starfandi á aldrinum 16 - 70 ára greiða í lífeyrissjóð samkvæmt lögum í landinu. Þannig eru okkur tryggð ævilöng eftirlaun á eftirlaunaárum og lífeyrisgreiðslur ef til áfalla kemur, s.s. örorku-, maka- og barnalífeyri.
Hvað er skyldusparnaður?
Allir starfandi á aldrinum 16 - 70 ára greiða 4% af launum sínum í lífeyrissjóð og launagreiðandi greiðir 11,5% á móti. Yfirleitt sér launagreiðandi um að skila greiðslunum til lífeyrissjóðs svo launþegi þurfi ekki að hugsa fyrir því. Í ráðningar- og kjarasamningum kemur fram í hvaða lífeyrissjóð þú átt að greiða. Sumir geta valið sér lífeyrissjóð og ættu að vanda valið vel því uppbygging sjóða er misjöfn.
Hvað er iðgjald?
Iðgjald sem greitt er í lífeyrissjóð nemur að minnsta kosti 15,5% af launum og skiptist í 4% framlag launþega og 11,5% framlag launagreiðanda. Iðgjöld eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum sem þýðir að greiddir eru lægri skattar en annars hefði verið gert. Iðgjöldin eru sem sagt dregin frá launum áður en tekjuskatturinn er reiknaður. Hins vegar þegar lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðunum hefjast eru greiðslurnar skattlagðar eins og launatekjur. Lífeyrisgreiðslur ráðast af iðgjaldagreiðslum yfir starfsævina.
Hvað er samtrygging?
Samtrygging felur í sér að sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun og áfallalífeyri vegna örorku og andláts. Þannig eru okkur tryggð ævilöng eftirlaun á eftirlaunaárum og lífeyrisgreiðslur ef til áfalla kemur, s.s. örorku-, maka-, barnalífeyri.
Hvað er áfallalífeyrir?
Áfallalífeyrir er samheiti yfir örorku-, maka-, barnalífeyri. Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum getur sjóðfélagi fengið örorkulífeyri ef hann verður fyrir starfsorkumissi og barnalífeyri vegna örorku. Við andlát fær maki sjóðfélaga makalífeyri og börn hans barnalífeyri til 18 ára aldurs ef viss skilyrði eru uppfyllt. Það tekur þrjú ár að fá svokölluð framreiknuð réttindi en það eru réttindi sem hefðu áunnist hefði sjóðfélagi greitt áfram í sjóðinn.
Hvað eru réttindi?
Með því að greiða í lífeyrissjóð öðlumst við réttindi. Það eru réttindi til eftirlauna, örorku-, maka- og barnalífeyris. Hversu mikil réttindi þú færð er háð því hvað þú greiðir mikið í sjóðinn yfir starfsævina og hversu vel tekst að ávaxta sjóðinn yfir lengri tíma. Auk þess hafa lýðfræðilegir þættir áhrif en með þeim er m.a. átt við kynjasamsetningu og örorkubyrði sjóðanna.
Eru allir lífeyrissjóðir eins?
Nei, lífeyrissjóðir geta verið mjög misjafnir. Sumir sjóðir eru með skylduaðild, þannig gætir þú þurft að greiða í ákveðinn sjóð en það fer eftir ráðningar- og kjarasamningum. Uppbygging sjóða er ólík. Sumir sjóðir ráðstafa öllu skylduiðgjaldinu í samtryggingu en aðrir leggja upp úr að hluti skyldusparnaðar fari í séreign sem er erfanleg og eykur sveigjanleika við útgreiðslur.
Hvað er séreignarsparnaður?
Séreignarsparnaður er ein tegund lífeyrissparnaðar, er erfanlegur og honum fylgir sveigjanleiki við útgreiðslur. Nokkrar tegundir eru til af séreign:
- Viðbótarlífeyrissparnaður
- Frjáls séreign úr skyldu
- Bundin séreign
- Tilgreind séreign
- Erfðaséreign
Hvað er viðbótarsparnaður?
Viðbótarsparnaður er einn hagstæðasti sparnaður sem kostur er á. Þú leggur fyrir 2 – 4% af launum þínum í sparnaðinn og launagreiðandi greiðir 2% á móti. Þannig færðu 2% launahækkun! Þú getur tekið viðbótarsparnað út við 60 ára aldur en þú getur líka nýtt hann við fjármögnun húsnæðis án þess að greiða skatta. Viðbótarsparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar og er því erfanlegur.
Hvar get ég nálgast upplýsingar um hreyfingar og stöðu lífeyrissparnaðar míns?
Þú getur fylgst með stöðu lífeyrissparnaðar hvenær sem er í Arion appinu. Þú getur auk þess nálgast yfirlit á Mínum síðum sjóðsins fyrir valið tímabil en yfirlit fyrir 18 mánaða tímabil eru einnig birt þar tvisvar á ári. Ef þú vilt fá heimsend pappírsyfirlit þá getur þú óskað eftir því á Mínum síðum eða með því að senda tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. Mikilvægt er að fylgjast vel með hvort iðgjöld hafi borist og séu í samræmi við launaseðla til að draga úr líkum á að dýrmætur lífeyrissparnaður glatist ekki. Ef iðgjöld eru í vanskilum hvetjum við þig til að hafa samband við sjóðinn án tafar.
Við erum ekki öll eins og því mikilvægt að hafa frelsi til að velja
Frjálsi er ólíkur flestum öðrum lífeyrissjóðum að því leyti að sjóðfélögum býðst að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar síns í erfanlega séreign en séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur. Hjá Frjálsa hefur þú val. Þú velur t.d. skyldusparnaðarleið eftir því hvaða hlutfall samtryggingar og séreignar þú telur henta þér.
Frjálsa leiðin
Fyrir þá sem vilja hámarka sveigjanleika.
44%
Frjáls séreign er laus til útborgunar eftir hentugleikum frá 60 ára aldri og erfist að fullu.
56%
Samtrygging tryggir þér ellilífeyri allt frá 60 ára aldri til æviloka, ásamt rétti til örorku-, maka- og barnalífeyris.
Erfanlega leiðin
Fyrir þá sem vilja hámarka erfanleika.
34%
Frjáls séreign er laus til útborgunar eftir hentugleikum frá 60 ára aldri og erfist að fullu.
42%
Bundin séreign er laus til mánaðarlegrar útborgunar allt frá 60 ára aldri til að lágmarki 82 ára aldurs og erfist að fullu.
24%
Samtrygging tryggir þér ellilífeyri allt frá 82 ára aldri til æviloka, ásamt rétti til örorku-, maka- og barnalífeyris.
Þú velur þér fjárfestingarleið fyrir sparnaðinn eða ævilínu svo inneignin færist sjálfkrafa milli leiða eftir aldri og þannig er tekin minni áhætta eftir því sem við verðum eldri.
Svo getur þú líka kosið í stjórn en í stjórn lífeyrissjóðsins eru bara sjóðfélagar. Þín skoðun skiptir máli!
Réttindaávinnsla er aldurstengd en það þýðir að iðgjald sem greitt er á yngri árum veitir meiri réttindi en það sem greitt er síðar því það ávaxtast í lengri tíma.
Erfanleg séreign
Hjá Frjálsa getur þú ráðstafað meirihluta skyldusparnaðar í erfanlega séreign sem erfist við fráfall.
Frjálsi er í Arion appinu
Frjálsi leggur mikið upp úr góðri þjónustu við sína sjóðfélaga. Þú getur fylgst með lífeyrissparnaðinum hvenær sem er í Arion appinu og framkvæmt allar helstu aðgerðir.
Vilt þú 2% launahækkun?
Þú getur gert samning um viðbótarsparnað hjá Frjálsa. Með því færðu 2% launahækkun í formi mótframlags atvinnurekanda.
Viðbótarsparnaður er að fullu erfanlegur og hann er hægt að nýta skattfrjálst við fjármögnun húsnæðis.
Lán
Sjóðfélögum Frjálsa stendur til boða að taka lán með veð í íbúðahúsnæði.
Langtímasparnaður
Lífeyrissparnaður er langtímasparnaður og ávöxtun Frjálsa til lengri tíma er góð. Við fjárfestingarákvarðanir er áhersla lögð á ábyrgar fjárfestingar.
Nánari upplýsingar um stjórn, stefnur og rekstrarfyrirkomulag sjóðsins má nálgast hér.