Lykilupplýsingar
Fjöldi sjóðfélaga
Heildarfjöldi sjóðfélaga sem eiga inneign og/eða réttindi í Frjálsa.
Titill
#5
Frjálsi er fimmti stærsti lífeyrissjóður Íslands.
-3,5%
Tryggingafræðileg staða tryggingadeildar.
76%
erfanleg séreign úr skyldusparnaði.
Stærð og staða
Hrein eign til greiðslu lífeyris og staða Frjálsa í stærðarröð íslenskra lífeyrissjóða.
Nafnávöxtun sl. 12 mánuði
Frjálsi 1
12,9%
Frjálsi 2
10,8%
Frjálsi 3
8,9%
Frjálsi Áhætta
15,3%
Nafnávöxtun síðustu 12 mánaða m.v. 31. desember 2024
Rekstrarkostnaður
Hlutfall beins kostnaðar
Rekstrarkostnaður og bein fjárfestingargjöld sem hlutfall af meðalstöðu hreinnar eignar á markaðsvirði.
Hlutfall óbeins kostnaðar
Áætluð fjárfestingargjöld sem hlutfall af meðalstöðu hreinnar eignar á markaðsvirði.
Velta og viðskipti
Velta Frjálsa árið 2023
Heildarvelta nam um 115 milljörðum
Kaup og sala á verðbréfum og sjóðum. Frjálsi greiðir ekki þóknun fyrir alla veltu, ekki eru greiddar þóknanir við kaup eða sölu á hlutdeildarskírteinum í sjóðum hjá sjóðastýringarfélögum.
* Fjárhæð þóknana sem greiddar voru til verðbréfamiðlana á árinu voru 20,9 m.kr.
Viðskipti við verðbréfamiðlanir 2023
Viðskipti við miðlanir. Í viðskiptum með verðbréf fer Frjálsi eftir bestu framkvæmd viðskipta (e. Best execution) þar sem markmiðið er að tryggja að bestu kjara sé ætíð leitað fyrir hönd sjóðsins. Opið er fyrir viðskipti við allar verðbréfamiðlanir landsins og er mismunandi hver er hlutdeild hverrar miðlunar af heildarviðskiptum sjóðsins með einstök verðbréf.
Veltutölur
Sundurliðum á kaupum ársins í sjóðstreymi
Keyptir eignarhlutir í félögum og sjóðum og keypt skuldabréf 2023.
Heildarfjárhæð er samtals 75,2 ma.kr. sem skiptist með eftirfarandi hætti:
* Þóknanaberandi viðskipti
Sundurliðum á sölu ársins í sjóðstreymi
Seldir eignarhlutir í félögum og sjóðum og seld skuldabréf 2023.
Heildarfjárhæð er samtals 40 ma.kr. sem skiptist með eftirfarandi hætti:
* Þóknanaberandi viðskipti
Fjárfestingar tengdra aðila
Útvistun á eignastýringu Frjálsa til Arion banka fela í sér aðstæður þar sem hagsmunaárekstrar koma upp og því er mikilvægt að gera ráðstafanir til að þeir valdi ekki sjóðnum tjóni. Hluti af þessum ráðstöfunum er mánaðarleg upplýsingargjöf til stjórnar um fjárfestingar sjóðsins tengdum bankanum og dótturfélögum hans sbr. sú sem birt er hér fyrir neðan, m.v. 31.12.2023.