Frétt

Eru eftirlaunaárin innan seilingar?

Eru eftirlaunaárin innan seilingar?

Arion banki í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans býður til opins fræðslufundar um útgreiðslur lífeyrissparnaðar.

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og því leggjum við sérstaka áherslu á faglega og persónulega útgreiðsluráðgjöf ásamt því að bjóða reglulega upp á opna fræðslufundi um útgreiðslur.

Útgreiðslur lífeyrissparnaðar geta fyrst hafist við 60 ára aldur, en þó eru útgreiðslureglur mismunandi eftir tegundum lífeyrissparnaðar. Meðal umfjöllunarefnis verða útgreiðslureglur, skatta­leg meðferð lífeyrissparnaðar og samspil útgreiðslna við greiðslur frá Tryggingastofnun. Við viljum vekja athygli á því að nú er hægt að sækja um útgreiðslu eftirlauna og séreignar í Arion appinu.

Fræðslufundurinn verður haldinn miðvikudaginn 26. mars kl. 17:15:

  • Í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
  • Í streymi á Facebook síðum Arion banka og Frjálsa lífeyrissjóðsins

Vinsamlega skráðu þig á fundinn, veljir þú að mæta á fundarstað.

Fundurinn stendur yfir í rúma klukkustund og verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Allir velkomnir.