Frétt

Vangreidd lífeyrissjóðsiðgjöld vegna ársins 2023

Vangreidd lífeyrissjóðsiðgjöld vegna ársins 2023

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur sent út greiðsluáskoranir og stofnað kröfur í netbanka fyrir vangreiddum lífeyrissjóðsiðgjöldum vegna ársins 2023.

Innheimtan er byggð á upplýsingum frá Skattinum, en samkvæmt þeim hefur lögbundið lágmarksiðgjald í skyldulífeyrissjóð, þ.e. 15,5% af launum eða reiknuðu endurgjaldi, ekki verið greitt eða ekki verið greitt að fullu. Frestur til að greiða kröfur í Frjálsa lífeyrissjóðinn er til 16. desember 2024 en eftir þann tíma má búast við að kröfurnar verði sendar í frekari innheimtu.

Varðandi kröfur frá SL lífeyrissjóði

SL lífeyrissjóður hefur jafnframt sent út greiðsluáskoranir, byggðar á upplýsingum frá Skattinum, til þeirra sem greiddu ekkert í lífeyrissjóð vegna ársins 2023. Vilji sjóðfélagi frekar greiða í Frjálsa er hægt að óska eftir því að Frjálsi yfirtaki kröfuna.

Til þess að Frjálsi geti yfirtekið kröfu þarf að senda beiðni um yfirtöku í tölvupósti á skilagreinar@arionbanki.is. Beiðninni þarf að fylgja afrit eða mynd af greiðsluáskoruninni frá SL eða skjáskot af kröfu úr netbanka með sundurliðun á höfuðstól, dráttarvöxtum og kostnaði.

Frestur til að yfirtaka kröfur frá SL er til 2. desember 2024.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma 444-6500 eða á netfangið skilagreinar@arionbanki.is.

Síminn er opinn frá kl. 10-15 en búast má við álagi á símkerfi næstu daga.