Frétt
Launagreiðendavefur og nýtt umboðskerfi
18. september 2024Nýtt umboðskerfi hefur verið tekið í notkun í tengslum við nýja innskráningarþjónustu inn á launagreiðendavef sem fer í loftið um næstu mánaðamót.
Notendur launagreiðendavefs Arion þurfa að vera með umboð til að geta nýtt launagreiðendavefinn og þar sem núverandi umboð flytjast ekki á milli kerfa, þurfa prókúruhafar að veita sjálfum sér og öðrum starfsmönnum sem sjá um iðgjaldaskil umboð í gegnum nýja umboðskerfið til að geta nýtt launagreiðendavef frá októberbyrjun.
Til að undirbúa breytinguna er hægt að klára veitingu umboðs fyrir nýju innskráningarþjónustuna.
Þurfi að veita aðila umboð fyrir gömlu innskráningarþjónustuna sem er virk út september er umboðsveiting með sama hætti og áður.