Frétt

Niðurstöður ársfundar Frjálsa

Niðurstöður ársfundar Frjálsa

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka fimmtudaginn 23. maí sl. Sjóðfélagar gátu einnig fylgst með fundinum í gegnum beint streymi og tekið þátt í rafrænum atkvæðagreiðslum um tillögur fundarins líkt og sjóðfélagar á fundarstað.

Á fundinum var skýrsla stjórnar kynnt ásamt ársreikningi sjóðsins, niðurstöðum tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefnu. Jafnframt voru tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins lagðar fram og samþykktar ásamt því að tillögur um stjórnarlaun og endurskoðanda voru samþykktar.

Kosning í aðalstjórn fór eingöngu fram með rafrænum hætti. Hún stóð yfir í viku og lauk kl. 17:00 á ársfundardegi.

Kosning stjórnarmanna

Fjögur framboð bárust í tvö laus sæti í aðalstjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins.

Frambjóðendur sem hlutu kosningu í aðalstjórn til næstu þriggja ára:

  • Ásdís Eva Hannesdóttir
  • Magnús Pálmi Skúlason

Þrjú framboð bárust í eitt laust sæti í varastjórn. Sigurður H. Ingimarsson var kjörinn til næstu þriggja ára.

Gögn ársfundar