Frétt

Áherslur fjárfestingarstefnu Frjálsa 2024

Áherslur fjárfestingarstefnu Frjálsa 2024

Stjórn Frjálsa hefur mótað fjárfestingarstefnu fyrir árið 2024 og er hana að finna hér. Síðustu ár hefur áhersla verið lögð á að auka hlutfall og dreifingu erlendra eigna. Samhliða hefur verið dregið úr vægi innlendra eigna. Í fjárfestingarstefnu fyrir árið 2024 er haldið áfram á þessari vegferð.

Tryggingadeild

Fjárfestingarstefna tryggingadeildar hefur verið heldur aðhaldssöm í gegnum árin með það að markmiði að lágmarka sveiflur í ávöxtun og líkur á að skerða þurfi réttindi sjóðfélaga. Við mótun stefnu tryggingadeildar hefur jafnframt verið litið til þess að skylduiðgjöldum sjóðfélaga er skipt í tryggingadeild og séreignadeild og geta sjóðfélagar sjálfir valið sér fjárfestingarleið og þar með áhættustig þess hluta iðgjaldsins sem rennur í séreign. Breytingar á stefnunni í ár eru gerðar til þess halda áfram á vegferð síðustu ára að auka við erlendar fjárfestingar. Markmið um hlutfall eignaflokka hjá tryggingadeild breytast eins og hér segir:

  • Innlend skuldabréf og innlán lækka úr 50% í 48%
  • Erlend hlutabréf hækka úr 23% í 25%

Frjálsi áhætta

Undanfarin ár hefur fjárfestingarleiðin Frjálsi áhætta stækkað töluvert. Jafnframt hefur verið skerpt nokkuð á áhættu leiðarinnar til að aðgreina hana frekar frá öðrum fjárfestingarleiðum sjóðsins. Fjárfestingu í hlutabréfum og hlutabréfatengdum afurðum fylgir almennt meiri sveiflur í ávöxtun en í skuldabréfum. Að sama skapi er vænt langtímaávöxtun þeirra hærri.

Markmið um hlutfall eignaflokka hjá Frjálsa áhættu eru eins og hér segir:

  • Innlend skuldabréf og innlán lækkar úr 28% í 22%
  • Innlend hlutabréf óbreytt í 21%
  • Innlendar sérhæfðar fjárfestingar hækka úr 4% í 7%
  • Erlend skuldabréf og innlán óbreytt í 1%
  • Erlend hlutabréf hækka úr 40% í 42%
  • Erlendar sérhæfðar fjárfestingar hækka úr 6% í 7%

Fjárfestingarleiðir ævilínu – Frjálsi 1, 2 og 3

Markmið um hlutfall eignaflokka hjá fjárfestingarleiðum ævilínu breytast eins og hér segir:

  • Erlendar eignir
    • Frjálsa 1 hækkar úr 44% í 45%
    • Frjálsa 2 hækkar úr 23% í 25%
  • Innlend skuldabréf og innlán
    • Frjálsa 1 lækkar úr 37% í 36%
    • Frjálsa 2 lækkar úr 68% í 66%
  • Erlend skuldabréf og innlán
    • Frjálsa 1 lækkar úr 5% í 4%
  • Erlend hlutabréf
    • Frjálsa 1 hækkar úr 30% í 31%
    • Frjálsa 2 hækkar úr 15% í 16%
  • Erlendar sérhæfðar fjárfestingar
    • Frjálsa 1 hækkar úr 9% í 10%
    • Frjálsa 2 hækkar úr 5% í 6%

Eignir í Frjálsa 3 eru einungis byggðar upp á innlendum skuldabréfum og innlánum. Í fjárfestingarstefnu 2024 eru helstu breytingar þær að vægi ríkisskuldabréfa hækkar úr 15% í 17%. Á móti er dregið úr vægi fasteignaveðtryggðra skuldabréfa úr 16% í 15% og skuldabréf sveitarfélaga lækkar úr 10% í 9%.

Á eftirfarandi mynd má sjá markmið um eignasamsetningu hverrar leiðar fyrir sig. Þó er heimilt að nýta vikmörk í fjárfestingarstefnu með því að undir- eða yfirvigta einstaka eignaflokka til að nýta tækifæri á mörkuðum og/eða til að draga úr áhættu.

Á árinu birti Frjálsi yfirlýsingu um sjálfbærniáhættu líkt og krafa er gerð um í reglugerð (ESB) 2019/2088 („SFDR“). Yfirlýsingin lýsir því hvernig Frjálsi vinnur að innleiðingu áhættuþátta tengda sjálfbærni í fjárfestingarákvarðanaferli. Innleiðingarvinnan stendur nú yfir og ferlar hafa ekki verið að fullu innleiddir. Yfirlýsinguna má finna hér.