Frétt

Breytingar á persónuverndarstefnu Frjálsa

Breytingar á persónuverndarstefnu Frjálsa

Frjálsa lífeyrissjóðnum er umhugað um persónuvernd og réttindi sjóðfélaga. Persónuvernd sjóðfélaga skiptir sjóðinn miklu máli og er lögð sérstök áhersla á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.

Frjálsi útvistar daglegum rekstri til Arion banka. Í því felst að öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram hjá Arion banka. Í því skyni að tryggja persónuvernd og réttindi sjóðfélaga með sem bestum hætti hefur stjórn sjóðsins tekið upp persónuverndaryfirlýsingu bankans.

Þessar breytingar ættu ekki að hafa áhrif á upplifun sjóðfélaga af þjónustu sjóðsins en þeir eru þó hvattir til að kynna sér persónuverndaryfirlýsingu bankans, sjá hér. Þar kemur m.a. fram hvaða persónuupplýsingar bankinn vinnur f.h. Frjálsa lífeyrissjóðsins, hvernig slík vinnsla fer fram og hvers vegna.

Frekari upplýsingar um persónuvernd og persónuverndaryfirlýsinguna er að finna hér.

Engra aðgerða er þörf af hálfu sjóðfélaga en spurningar og/eða athugasemdir skal senda á persónuverndarfulltrúa bankans á netfangið personuvernd@arionbanki.is.