Frétt

Sjóðfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins með þeim ánægðustu

Sjóðfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins með þeim ánægðustu

Sjóðfélagar Frjálsa lífeyrisjóðsins mældust með þeim ánægðustu í nýrri lífeyrissjóðakönnun Gallup. Enginn lífeyrissjóður mældist með hærri meðaleinkunn þegar kemur að ánægju með þjónustu, ánægju með upplýsingagjöf, trausti til sjóðsins og stjórnenda og þeirri upplifun að lífeyrissjóðurinn leggi áherslu á hag sjóðfélaga.

Þessar niðurstöður gleðja okkur mjög því það er okkur sérstakt kappsmál að sjóðfélagar Frjálsa treysti sjóðnum og stjórnendum hans og séu ánægðir með þjónustu og upplýsingagjöf. Við hlökkum til áframhaldandi árangursríks samstarfs við sjóðfélaga Frjálsa.