Frétt
Umfjöllun um innlendar sérhæfðar fjárfestingar
23. maí 2023Í nýjustu fræðslugrein Frjálsa er fjallað um uppbyggingu innlendra sérhæfðra fjárfestinga en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hófst sú vegferð. Slíkar fjárfestingar eru ólíkar hefðbundnari fjárfestingum, t.d. skráðum verðbréfum, að því leytinu til að þær fela oft í sér lengri binditíma, eru óskráðar og erfiðara að selja. Þeim fylgir því að jafnaði væntingar um hærri ávöxtun en á sama tíma fylgir þeim aukin áhætta. Dæmi um sérhæfðar fjárfestingar eru framtaksfjárfestingar, fasteignafjárfestingar, sérhæfð lán og fjárfestingar í innviðum auk annarra verkefna.
Áhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eigna, sérstaklega þeirra sem hafa langan fjárfestingartíma, þar sem með henni má halda fram að dregið sé úr sveiflum í ávöxtun. Með hliðsjón af þessu hefur stjórn Frjálsa sett sér það markmið í fjárfestingarstefnu undanfarinna ára að byggja upp dreift og fjölbreytt eignasafn bæði innanlands og erlendis.
Hér má lesa fræðslugrein um innlendar sérhæfðar fjárfestingar.