Frétt
Frambjóðendur til stjórnar Frjálsa
19. maí 2023Þrjú framboð bárust í tvö laus sæti í aðalstjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Í ljósi samsetningar þeirra stjórnarmanna sem sitja áfram í stjórn er ljóst að í aðalstjórn skal kjósa einn frambjóðanda af hvoru kyni eða tvær konur. Þar sem aðeins eitt framboð barst frá konu, Önnu Sigríði Halldórsdóttur, þá er hún sjálfkjörin.
Upplýsingar um frambjóðendur í stjórn sem þeir hafa sent sjóðnum má nálgast hér fyrir neðan með því að smella á kynningarbréfið. Þeir eru í stafrófsröð:
- Anna Sigríður Halldórsdóttir - kynningarbréf
- Björn Ingi Victorsson - kynningarbréf
- Jóhann Viðar Ívarsson - kynningarbréf
Eitt framboð barst í varastjórn, frá Lilju Bjarnadóttur, og er hún því sjálfkjörin.
Rafræn kosning í aðalstjórn
Vakin er athygli á því að kosning til stjórnar fer eingöngu fram með rafrænum hætti. Rafræn kosning hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 og stendur yfir til kl. 17:00 á ársfundardegi miðvikudaginn 31. maí 2023. Nánari upplýsingar um rafrænu kosningarnar er að finna hér.