Frétt
Fræðslufundur Frjálsa
16. febrúar 2023Fræðslufundi Frjálsa verður streymt á Facebook síðu sjóðsins mánudaginn 20. febrúar kl. 10. Fjallað verður um fjárfestingarleiðir, ávöxtun og þjónustu ásamt breytingum á skiptingu skylduiðgjalds í samtryggingu og séreign sem tóku gildi um sl. áramót.
Í panel verða Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka. Umræðum stýrir Eva Rós Birgisdóttir, sérfræðingur í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka.
Fundurinn mun standa yfir í rúmlega 30 mínútur og eru sjóðfélagar og aðrir áhugasamir um málefni sjóðsins hvattir til að fylgjast með á Facebook síðu Frjálsa.