Frétt
Opnunartímar hjá Frjálsa um hátíðarnar
22. desember 2022Frjálsi lífeyrissjóðurinn óskar sjóðfélögum og launagreiðendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Símatími sjóðsins er hefðbundinn á Þorláksmessu og á milli jóla og nýárs en lokað er á annan í jólum. Sjálfsafgreiðsla og önnur stafræn þjónusta er opin allan sólarhringinn, nánar hér. Auk þess eru allar umsóknir sjóðsins aðgengilegar hér. Fundi með ráðgjafa þarf að bóka fyrir fram, enn eru nokkrir fundartímar lausir fyrir áramót undir „Bóka tíma“ í skilaboðaglugga neðst í hægra horninu á arionbanki.is.