Frétt

Fræðslufundur um áhrif lagabreytinga vegna útgreiðslu séreignar

Fræðslufundur um áhrif lagabreytinga vegna útgreiðslu séreignar

Arion banki og Frjálsi lífeyrissjóðurinn bjóða til opins fræðslufundar um áhrif lagabreytinga sem taka gildi 1. janúar 2023. Áhersla verður lögð á þann hluta lagabreytinganna sem snýr að áhrifum útgreiðslna séreignar á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Einnig verður stutt umfjöllun um ávöxtun sjóðsins.

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Arion banka Borgartúni 19, miðvikudaginn 26. október kl. 17.30-18.30. Fundinum verður einnig streymt á Facebooksíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins. 

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. Allir velkomnir.