Frétt

Niðurstöður ársfundar Frjálsa

Niðurstöður ársfundar Frjálsa

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka 23. maí sl. en sjóðfélagar gátu einnig fylgst með fundinum í gegnum beint streymi.

Á fundinum var kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna. Jafnframt voru tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins lagðar fram og samþykktar, auk þess sem tillögur um stjórnarlaun og endurskoðanda voru samþykktar.

Í fyrsta sinn fór fram rafræn kosning í stjórn sem stóð í viku fyrir ársfund en auk þess gátu sjóðfélagar, sem ekki kusu rafrænt, kosið skriflega á ársfundinum sjálfum.

Kosning stjórnarmanna

Á fundinum var kosið um þrjá stjórnarmenn í aðalstjórn til þriggja ára en þrír varamenn voru sjálfkjörnir.

Frambjóðendur sem hlutu kosningu í aðalstjórn

  • Elías Jónatansson
  • Elín Þórðardóttir
  • Jón Guðni Kristjánsson

Frambjóðendur sem voru sjálfkjörnir í varastjórn

  • Haraldur Pálsson
  • Lilja Bjarnadóttir
  • Sigurður H. Ingimarsson

Gögn ársfundar.