Frétt

Áframhaldandi gagnsæi í upplýsingagjöf Frjálsa

Áframhaldandi gagnsæi í upplýsingagjöf Frjálsa

Frjálsi lífeyrissjóðurinn leggur mikið upp úr gagnsæi og góðri upplýsingagjöf fyrir sjóðfélaga. Fyrir þremur árum ákvað stjórn að birta lykilupplýsingar um rekstur og stöðu sjóðsins á vefsíðu Frjálsa. Þessari vegferð hefur svo verið haldið áfram síðustu ár og nú hafa lykilupplýsingar á vefsíðu sjóðsins verið uppfærðar fyrir árið 2021.

Með auknu aðgengi og flæði upplýsinga er sjóðfélögum gert kleift að kynna sér starfsemi Frjálsa og þá valkosti sem sjóðurinn býður upp á. Enn fremur er það von Frjálsa að þessar upplýsingar hafi reynst sjóðfélögum til gagns og séu upplýsandi fyrir bæði núverandi og tilvonandi sjóðfélaga.