Frétt

Áframhald á vegferð ábyrgra fjárfestinga hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum

Áframhald á vegferð ábyrgra fjárfestinga hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum

Málefni ábyrgra fjárfestinga hafa verið Frjálsa lífeyrissjóðnum hugleikin í starfseminni síðustu ár. Stjórn sjóðsins mótaði stefnu tengt málefninu fyrst árið 2018 og frá þeim tíma hafa mörg metnaðarfull skref verið stigin.

Upplýsingar um ábyrgar fjárfestingar hafa verið uppfærðar á vef Frjálsa þar sem farið er yfir aðalmarkmið að baki hugmyndafræði og verklagi ábyrgra fjárfestinga hjá Frjálsa. Einnig er birt í fyrsta skipti yfirlit yfir kolefnisspor innlendra skráðra hlutabréfa og grænar fjárfestingar í eignasafni Frjálsa.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga eindregið til þess að kynna sér málefni ábyrgra fjárfestinga, en fjárfestar horfa í auknum mæli til umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta þegar fjárfestingarkostir eru greindir og metnir.

Hér má sjá uppfærða vefsíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins um ábyrgar fjárfestingar.