Frétt
Frjálsi áhætta - Tækifæri í upp- og niðursveiflum
04. mars 2022Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður upp á val milli fjögurra mismunandi fjárfestingarleiða fyrir séreignarsparnað. Frjálsi áhætta er ein þessara leiða, stofnuð árið 2008 með það að markmiði að auka valfrelsi sjóðfélaga með því að bjóða þeim upp á áhættumeiri leið. Frjálsi áhætta er sú fjárfestingarleið sem hefur hæsta vægi erlendra eigna og hlutabréfa.
Mikill kraftur var á verðbréfamörkuðum þvert á eignaflokka á síðasta ári þrátt fyrir óvissu um efnahagsástand víðs vegar um heim. Sá eignaflokkur sem skilaði mestri ávöxtun voru innlend hlutabréf en flokkurinn vegur hvað þyngst í eignasafni Frjálsa áhættu. Ávöxtun eignasafns Frjálsa áhættu var fyrir vikið mjög góð og gaman að segja frá því að hún hafi jafnframt verið sú hæsta frá stofnun leiðarinnar.
Frjálsi áhætta - Tækifæri í upp- og niðursveiflum