Frétt
Hámarksfjárhæð sjóðfélagalána Frjálsa nú 70 milljónir kr.
21. október 2021Hámarksfjárhæð sjóðfélagalána Frjálsa hefur verið hækkuð úr 40 milljónum kr. í 70 milljónir kr. Auk þess er nú heimilt að taka verðtryggt lán með breytilegum vöxtum í öðrum tilgangi en að fjármagna íbúðakaup, t.d. til að endurfjármagna önnur lán.
Frjálsi býður upp á þrjú lánsform eða blöndu af þeim:
- Verðtryggð lán með vöxtum sem eru breytilegir, nú 1,50%.
- Verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann, nú 2,65%.
- Óverðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja ára í senn, nú 4,55%.