Frétt

Sjálfkjörið í aðalstjórn og varastjórn

Sjálfkjörið í aðalstjórn og varastjórn

Tvö framboð bárust í jafn mörg laus sæti í aðalstjórn Frjálsa en framboðsfrestur rann út í gær. Sjálfkjörin til þriggja ára eru Ásdís Eva Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Norræna félagsins og Magnús Pálmi Skúlason, lögmaður hjá Lögskiptum ehf. en þau sitja bæði í stjórn sjóðsins í dag.

Einnig er sjálfkjörið í varastjórn en tvö framboð bárust, frá Sigurði H. Ingimarssyni, sérfræðingi á greiningarsviði skattrannsóknarstjóra og Inga Rafni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Karolina Fund en Sigurður situr í varastjórn sjóðsins í dag. Sigurður hefur óskað eftir að fylla sæti Hrafns Árnasonar sem sagði af sér 5. maí sl. og er því kjörinn til eins árs en Ingi Rafn til þriggja ára.