Frétt
Arion appið - tímabundin truflun á sunnudag
16. apríl 2021Athygli er vakin á því að Arion appið mun liggja niðri um hádegisbil sunnudaginn 18. apríl, en þó aðeins í 2-4 tíma, gangi allt samkvæmt áætlun.
Ástæðan er sú að helgina 16. - 18. apríl mun Arion banki, rekstraaðili Frjálsa, innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna sem er viðbúið að geti m.a. haft almennar truflanir á stafrænum lausnum í för með sér. Nánar hér.
Vonast er til þess að þetta valdi sjóðfélögum Frjálsa sem minnstum óþægindum. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér Arion appið til að fylgjast með Frjálsa aðra daga.