Frétt

Ársreikningur 2020 - rekstur gekk vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður

Ársreikningur 2020 - rekstur gekk vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna heimsfaraldurs Covid-19 á árinu 2020 þá gekk rekstur Frjálsa vel, ávöxtun fjárfestingarleiða var góð og sjóðurinn stækkaði um 18%. Ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2020 liggur nú fyrir og eru helstu niðurstöður hans eftirfarandi:

  • Hrein eign Frjálsa í lok árs 2020 var 335 milljarðar kr. á bókfærðu virði og stækkaði sjóðurinn á árinu um 50 milljarða kr. eða 18%. Hrein eign séreignardeildar var 230 milljarðar kr. og hrein eign tryggingadeildar 105 milljarðar kr. Hrein eign Frjálsa var 340 milljarðar kr. á markaðsvirði.
  • Heildariðgjöld hafa aldrei verið hærri, þau námu 21,2 milljörðum kr. á árinu og hækkuðu um 1% á milli ára.
  • Fjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjöld á árinu var 22.374 og fjöldi sjóðfélaga sem átti séreign/réttindi í lok árs var 62.119.
  • Lífeyrisgreiðslur að fjárhæð 4,5 milljarðar kr. voru greiddar til 4.494 lífeyrisþega og hækkuðu þær um 26% á milli ára. Auk þess voru greiddir um 1,3 milljarðar kr. fyrirfram úr viðbótarsparnaði til 922 sjóðfélaga vegna Covid-19.
  • Núvirtar eignir tryggingadeildar umfram áunnar skuldbindingar voru 7,2% í lok árs. Núvirtar eignir og framtíðariðgjöld umfram heildarskuldbindingar, sem segja til um tryggingafræðilega stöðu tryggingadeildar, voru 1,5%.
  • Árið 2020 einkenndist af mikilli hækkun á verðbréfamörkuðum sem skilaði sjóðfélögum fjárfestingartekjum sem námu 36,3 milljörðum og hafa þær aldrei verið hærri. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins var á bilinu 7,4% til 15,1% og 5 ára meðaltal nafnávöxtunar þeirra var 6,3% til 7,7%.
  • Kostnaðarhlutfall sjóðsins (hlutfall rekstrarkostnaðar og beinna fjárfestingargjalda af meðalstöðu hreinnar eignar á markaðsvirði) lækkaði úr 0,30% í 0,26% á milli ára.

Nánari upplýsingar um ársuppgjörið er að finna í ársreikningi Frjálsa.

Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins og þróun markaða árið 2020 er að finna hér.