Frétt
Kynningarfundur Frjálsa
04. mars 2021Kynningarfundur Frjálsa sem streymt var á Facebook síðu sjóðsins nú í morgun var vel sóttur.
Á fundinum var m.a. fjallað um þær fjölbreyttu þjónustuleiðir sem sjóðfélögum er boðið upp á, fjárfestingarleiðir og ávöxtun sjóðsins ásamt því að farið var yfir þróun verðbréfamarkaða síðasta árs. Fyrirlesarar voru Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður Eignastýringar hjá Arion banka.
Upptaka af fundinum er aðgengileg fyrir áhugasama í gegnum hnappinn hér að neðan.