Frétt
Frjálsi er kominn í Arion appið
12. febrúar 2021Sjóðfélögum Frjálsa býðst nú einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnað sinn en þeir geta nálgast upplýsingar um hann með einföldum og aðgengilegum hætti í Arion appinu.
Arion appið er opið öllum og því geta sjóðfélagar Frjálsa fylgst með lífeyrissparnaði sínum án þess að vera í bankaviðskiptum við Arion banka. Allir notendur appsins geta sótt um viðbótarsparnað og skyldusparnað í Frjálsa.
Þetta og meira til geta sjóðfélagar Frjálsa séð í Arion appinu:
- núverandi stöðu séreignar
- ávöxtun og þróun séreignar frá upphafi
- áætlaða séreign við starfslok og mánaðarlega útgreiðslu
- áunnin og áætluð eftirlaunaréttindi í samtryggingu við starfslok
- yfirlit yfir lán og hægt er að greiða inn á það
- ráðstöfun viðbótarsparnaðar inn á húsnæðislán og hvort greiðslur séu virkar
- ráðstöfun viðbótarsparnaðar til húsnæðiskaupa
Sækja Arion appið fyrir iOSSækja Arion appið fyrir Android