Frétt
Breyting á lánaafgreiðslu Frjálsa
08. janúar 2021Arion banki hefur flutt nær alla starfsemi sem áður var í útibúinu í Borgartúni 18 yfir í höfuðstöðvar bankans í Borgartúni 19. Þar verður tekið á móti þeim sem eiga bókaða tíma vegna lánamála Frjálsa. Nánar um flutning á starfsemi bankans hér.
Aðrar þjónustuleiðir
Frjálsi leggur áfram áherslu á rafrænar þjónustuleiðir og fyrirframbókaða fundi og sem fyrr eru allir hvattir til að skrá erindi sín hér hvort sem það er vegna lánamála eða lífeyrismála. Haft verður samband eins fljótt og kostur er. Ef ekki næst að leysa erindi í gegnum síma eða rafrænar leiðir þá verður bókaður fundur á þeim tíma sem hentar.
- Hjá lífeyrisráðgjafa í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 – fyrir útgreiðsluráðgjöf, almenna lífeyrisþjónustu og launagreiðendaþjónustu.
- Hjá fjármálaráðgjafa í útibúum Arion banka Bíldshöfða 20 og Smáratorgi 3 eða í höfuðstöðvum Arion banka Borgartúni 19 – fyrir lánamál.