Frétt
Frjálsi hækkar hámarkslán til sjóðfélaga
20. nóvember 2020Stjórn Frjálsa hefur breytt lánareglum sjóðsins þar sem hámarksfjárhæð einstaklinga var hækkuð úr 20 milljónum í 40 milljónir og er nú jöfn hámarksláni fyrir hjón eða sambúðarmaka.
Til að geta fengið lán hjá Frjálsa er skilyrði að eiga séreign eða réttindi í sjóðnum sem myndast hafa með greiðslu skyldusparnaðar eða viðbótarsparnaðar.
Jafnframt þurfa umsækjendur að uppfylla annað af eftirfarandi tveimur skilyrðum:
- Hafa greitt iðgjöld í sjóðinn vegna síðustu sex mánaða.
- Hafa greitt iðgjöld í sjóðinn vegna samtals 36 mánaða.
Skoða nánari upplýsingar um sjóðfélagalán Frjálsa.