Frétt
Niðurstöður ársfundar Frjálsa
25. júní 2020
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn í Hörpu 23. júní sl. og var vel sóttur. Á fundinum var kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna. Jafnframt voru breytingartillögur á samþykktum sjóðsins lagðar fram ásamt því að mögulegt fyrirkomulag rafrænna kosninga var kynnt.
Kosning stjórnarmanna
Á fundinum var kosið um tvo stjórnarmenn í aðalstjórn til þriggja ára og einn stjórnarmann í varastjórn til þriggja ára.
Stjórnarmenn sem hlutu kosningu í aðalstjórn- Anna Sigríður Halldórsdóttir
- Björn Ingi Victorsson
- Helga Jóhanna Oddsdóttir
Tillögur
Breytingartillögur stjórnar á samþykktum sjóðsins aðrar en þær sem snéru að fyrirkomulagi stjórnarkjörs voru samþykktar. Tillögur Halldórs Friðriks Þorsteinssonar og Jónasar Fr. Jónssonar voru ekki samþykktar.
Tillaga stjórnar um óbreytt stjórnarlaun var samþykkt.
KPMG var endurkjörinn endurskoðandi sjóðsins.