Frétt

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar

Nú er hægt að sækja um fyrirframgreiðslu rafrænt í gegnum Mínar síður. Umsóknartímabilið stendur yfir til og með 1. janúar 2021. Til að fá greitt 30. apríl þarf að sækja um í síðasta lagi 26. apríl. Eftir þann tíma munu greiðslur fara fram 15. hvers mánaðar og skulu nýjar umsóknir berast eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir útgreiðsludag.

Hámarksfjárhæðin er 12 milljónir kr. fyrir skatt, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign sjóðfélaga þann 1. apríl, samanlagt úr sjóðum allra vörsluaðila. Um er að ræða jafnar mánaðarlegar greiðslur. Hægt er að velja fjárhæð á mánuði, hámark 800.000 kr. og fjölda mánaða, hámark 15. Greiða þarf tekjuskatt af fjárhæðinni.

Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér úrræðið vel, t.d. spurt og svarað. Þá eru þeir sem ekki eru nú þegar með rafræn skilríki hvattir til að verða sér úti um þau, sjá leiðbeiningar hér.