Frétt
Útgreiðslur á fyrirframgreiddum viðbótarlífeyrissparnaði
01. apríl 2020Til að útgreiðsla fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar geti átt sér stað þann 30. apríl næstkomandi þarf umsókn að hafa borist Frjálsa í síðasta lagi 26. apríl. Frá og með 15. maí munu greiðslur fara fram 15. hvers mánaðar og þarf umsókn að berast eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir útgreiðsludag.
Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér úrræðið vel, t.d. í spurt og svarað á vefsíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins áður en sótt er um. Þá eru þeir sem ekki eru nú þegar með rafræn skilríki hvattir til að verða sér úti um þau.
Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir á Mínum síðum á næstunni og verður upplýst um það þegar þar að kemur hér á síðunni.