Frétt
Lífeyrisþjónusta aðlöguð breyttum aðstæðum
17. mars 2020Frjálsi lífeyrissjóðurinn leggur áherslu á að tryggja öryggi sjóðfélaga og starfsfólks og sporna við frekari útbreiðslu Corona veirunnar. Sjóðurinn er vel í stakk búinn til að tryggja sjóðfélögum góða þjónustu við breyttar aðstæður.
- Sjóðfélagar geta framkvæmt flestar aðgerðir á Mínum síðum sem eru aðgengilegar á frjalsi.is eða í gegnum Netbanka Arion banka.
- Tímabundið er móttaka sjóðfélaga í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 lokuð, en lífeyrisráðgjafar geta leyst úr flestum fyrirspurnum í síma 444 6090 eða tölvupósti á frjalsi@frjalsi.is. Einfaldari fyrirspurnum er svarað í gegnum netspjall á frjalsi.is. Ef erfitt reynist að ná inn í gegnum síma má óska eftir símtali með því að senda póst á frjalsi@frjalsi.is.
- Þá eru sjóðfélagar sem þurfa á lánaráðgjöf að halda hvattir til að senda fyrirspurn á frjalsi@frjalsi.is fremur en að leita í útibú, þar sem opnun útibúa á höfuðborgarsvæðinu og þjónusta innan þeirra hefur einnig verið takmörkuð tímabundið, sjá frétt á vefsíðu Arion banka.
Starfsfólk óskar sjóðfélögum velfarnaðar og leggur áherslu á að afgreiða öll erindi eins skjótt og kostur er, en aðstæður gætu þó leitt til þess að t.d. umsóknir um lán og annað taki lengri tíma en ella.