Frétt
Lánareglum breytt
08. nóvember 2019
Stjórn Frjálsa hefur ákveðið að breyta lánareglum sjóðsins til að gefa fleiri sjóðfélögum kost á að taka lán hjá sjóðnum. Nýjar lánareglur taka gildi frá og með 8. nóvember og eru helstu breytingar eftirfarandi:
- Sjóðfélagar geta sótt um lán sem hafa annan tilgang en að fjármagna íbúðarkaup, t.d. lán til að endurfjármagna önnur lán sjóðfélaga. Þau lánsform sem verða í boði fyrir slík lán eru verðtryggð lán með föstum vöxtum og óverðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja ára í senn. Hámarksveðhlutfall slíkra lána er 70% af fasteignamati.
- Áfram verða þrjú lánsform í boði til að fjármagna kaup eða byggingu á íbúðarhúsnæði, þ.e. þau tvö sem nefnd voru hér að ofan ásamt verðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Hámarksveðhlutfall lána til að fjármagna kaup á íbúðarhúsnæði er óbreytt, 70% af kaupvirði.
- Lánsréttur miðast við virka sjóðfélaga sem hafa greitt sl. 6 mánuði til sjóðsins eða þá sem hafa greitt til sjóðsins í samtals 36 mánuði.