Frétt

Áhrif lífskjarasamninga á lífeyrissparnað

Áhrif lífskjarasamninga á lífeyrissparnað

Í viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag birtist grein eftir Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, þar sem hann fjallar um það forgangsverkefni stjórnvalda skv. lífskjarasamningnum að skylda alla sjóðfélaga lífeyrissjóða að greiða að lágmarki 12% skylduiðgjald í samtryggingu og að hámarki 3,5% í séreign.

Verði þessar breytingar að veruleika verður uppbyggingu og forsendum lífeyrissparnaðar tugþúsunda einstaklinga raskað og valfrelsi sjóðfélaga minnkað verulega. Sem dæmi má nefna að af 15,5% skylduiðgjaldi í Frjálsa lífeyrissjóðinn geta sjóðfélagar valið að 3,4 prósentustig renni í samtryggingu og 12,1 prósentustig í séreign sem erfist. Erfanleiki skylduiðgjaldanna myndi þannig minnka um 71%.

Grein Arnaldar má finna hér fyrir neðan.

Lífeyrissparnaði tugþúsunda Íslendinga raskað