Frétt
Upplýsingagjöf lífeyrissjóða
12. mars 2019
Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, ritaði grein ásamt Snædísi Ögn Flosadóttur, framkvæmdastjóra EFÍA og LSBÍ og Þresti Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Rangæinga, sem birtist á vefsíðunni Kjarnanum mánudaginn 11. mars sl. og bar yfirskriftina „Upplýsingagjöf lífeyrissjóða“.
Í greininni fjalla þau m.a. um kröfur samfélagsins um aukið gagnsæi og greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi lífeyrissjóða. Þau fara einnig yfir hvað lífeyrissjóðirnir, eftirlitsaðilar og Landssamtök lífeyrissjóða hafa gert vel í upplýsingamiðlun og hvar nálgast megi upplýsingar á aðgengilegan hátt. Hinsvegar megi alltaf gera betur og því beri að fagna allri upplýsandi og gagnlegri umræðu um lífeyriskerfið og ánægjulegt sé að sjá stöðugt fleiri láta sig málefni lífeyrissjóða varða.