Frétt
Fræðslufundur um fjárfestingarleiðir og ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins
11. febrúar 2019Á fundinum fer Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður Eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka, yfir ávöxtun og fjárfestingarleiðir Frjálsa lífeyrissjóðsins. Fjallað verður m.a. um fjárfestingarstefnu og flutning úr og í Ævilínu.
Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 17:30. Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og boðið verður upp á kaffiveitingar.
Allir velkomnir.