Frétt
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 30. maí nk.
29. maí 2018Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 30. maí, kl. 17:15, í höfuðstöðvum Arion banka að Borgartúni 19.
Dagskrá
- Skýrsla stjórnar
- Kynning ársreiknings
- Tryggingafræðileg athugun
- Fjárfestingarstefna sjóðsins
- Kosning stjórnar og varamanna
- Kjör endurskoðanda
- Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
- Laun stjórnarmanna
- Önnur mál
Stjórn sjóðsins skal skipuð sjö sjóðfélögum, fjórum kosnum af sjóðfélögum á ársfundi og þremur skipuðum af Arion banka. Tveir aðalmenn skulu kosnir á hverjum ársfundi sjóðsins til tveggja ára í senn, en nú er skipunartími tveggja stjórnarmanna að renna út, annars vegar Ásgeirs Thoroddsen, formanns stjórnar, og hins vegar Önnu Sigríðar Halldórsdóttur og verður því kosið um þau tvö sæti í stjórn á ársfundinum. Upplýsingar um stjórnarmenn Frjálsa lífeyrissjóðsins má finna hér. Þá skulu tveir varamenn kosnir á ársfundi sjóðfélaga til eins árs í senn og Arion banki skipar tvo varamenn. Á ársfundinum verður því einnig kosið um tvo varamenn í stjórn til eins árs.
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins hafa verið birtar hér á síðunni, auk þess sem að kynningar á frambjóðendum til stjórnar hafa verið birtar hér á síðunni.
Sjóðfélagar þurfa að framvísa skilríkjum með mynd við skráningu inn á fundinn.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.