Frétt

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur samþykkt hluthafastefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur samþykkt hluthafastefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur samþykkt hluthafastefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Stefnurnar hafa verið gerðar aðgengilegar á vef sjóðsins og viljum við hvetja sjóðfélaga til að kynna sér þær vel. Hægt er að nálgast hluthafastefnuna með því að smella hér og stefnuna um ábyrgar fjárfestingar hér

Markmið stefnanna er að skilgreina þær kröfur sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn gerir að jafnaði til þeirra félaga sem hann fjárfestir í með tilliti til umhverfis-, félags- og stjórnarhátta. Í stefnunum er að finna skýringar á því hvernig sjóðurinn hyggst beita rétti sínum sem hluthafi til að hafa áhrif á stjórnun og stefnu félaga þar sem hann er hluthafi. Með þeim hætti stuðlar sjóðurinn að auknu gagnsæi og trúverðugri aðkomu sinni að umræddum félögum. Þannig gefur sjóðurinn til kynna hvers sjóðurinn væntir af félögunum og hvers þau megi vænta af sjóðnum sem hluthafa.

Í hluthafastefnunni er lögð áhersla á góða stjórnarhætti í félögum sem sjóðurinn á hlut í en í stefnu um ábyrgar fjárfestingar eru sett fram siðferðileg viðmið sjóðsins er varða umhverfis- og félagsleg málefni í sömu félögum.