Frétt

Frjálsi lífeyrissjóðurinn tekur á móti tilgreindri séreign

Frjálsi lífeyrissjóðurinn tekur á móti tilgreindri séreign

Fjöldi lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði bjóða nú sjóðfélögum sínum að greiða allt að 2% af launum í tilgreinda séreign sem annars færi í samtryggingu. Framlagið hækkar í 3,5% þann 1. júlí 2018. Sjóðfélagar geta valið hvaða vörsluaðili ávaxtar tilgreindu séreignina. Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögunum að ávaxta séreignina í sjóðnum með því að fylla út samning sem má nálgast hér.

Eftirfarandi lífeyrissjóðir bjóða upp á að hluti af skylduiðgjaldið renni í tilgreinda séreign og geta sjóðfélagar þeirra gert samning við Frjálsa lífeyrissjóðinn um að ávaxta hana:

Lífeyrissjóður verslunarmanna, Festa, Gildi, Birta, Stapi, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn var stofnaður 1978 og er stærsti séreignarsjóður landsins með yfir 200 milljarða kr. í hreinni eign og um 55 þúsund sjóðfélaga. Sjóðurinn hefur frá upphafi boðið sjóðfélögum að greiða hluta af skylduiðgjaldi í séreign og fagnar því að sjóðfélögum ofangreindra sjóða bjóðist nú slíkt hið sama.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélagana til að kynna sér þann möguleika að greiða hluta af skylduiðgjaldi í séreign. Séreign sjóðfélaga er að fullu erfanleg og eykur sveigjanleika við starfslok.

Nánari upplýsingar um muninn á séreign og samtryggingu má finna hér.