Frétt

Niðurstöður ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Niðurstöður ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn 29. júní sl. Á fundinum var kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna. Jafnframt voru breytingartillögur á samþykktum sjóðsins samþykktar.

Sjálfkjörið var í stjórn sjóðsins. Ásdís Eva Hannesdóttir og Magnús Pálmi Skúlason voru endurkjörin í aðalstjórn til næstu tveggja ára og Selma Svavarsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson endurkjörin í varastjórn til eins árs. Ákveðið var að stjórnarlaun yrðu 163.500 kr. á mánuði og tvöföld til stjórnarformanns.

Deloitte ehf. var endurkjörin endurskoðandi sjóðsins.

Í lok fundar kynnti Helga Sveinbjörnsdóttir þjónustustjóri hjá Arion banka nýjan sjóðfélagavef Frjálsa lífeyrissjóðsins, Mínar síður, sem stefnt er á að setja í loftið á næstu vikum. Þar gefst sjóðfélögum kostur á að fá yfirlit yfir stöðu sína, gera nýjan samning, gera breytingar á samningi, tilkynna um nýjan launagreiðanda, sækja um útgreiðslur, afþakka pappírsyfirlit og fleira. Með rafrænum skilríkjum verður hægt að komast á Mínar síður af frjalsi.is og úr Netbanka Arion banka.

Gögn frá ársfundinum má nálgast hér.