Frétt
Fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði
17. október 2016Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og af því tilefni býður Arion banki til opins fræðslufundar.
Á fundinum verður farið yfir helstu atriði sem ber að hafa í huga varðandi útgreiðslur lífeyrissparnaðar:
- Reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar
- Skattaleg meðferð lífeyrissparnaðar
- Samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17.30 í Arion banka, Borgartúni 19 og stendur yfir í rúmlega klukkustund.
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.