Frétt

Fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn

Fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn

Á fundinum segir Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, frá uppbyggingu, ávöxtun og lánareglum sjóðsins og þjónustu við sjóðfélaga.

Fjallað verður m.a. um þá þætti sem veita sjóðnum sérstöðu, s.s. séreignarmyndun og erfanleika.

Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17:30. Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og eru kaffiveitingar í boði.

Allir velkomnir.