Frétt

Vel heppnaðir fræðslufundir um útgreiðslur lífeyrissparnaðar

Vel heppnaðir fræðslufundir um útgreiðslur lífeyrissparnaðar

Í síðustu viku voru haldnir tveir afar vel heppnaðir fræðslufundir um útgreiðslur lífeyrissparnaðar á Akureyri og Egilsstöðum. Fundirnir voru vel sóttir á báðum stöðum.

Á fundunum kynntu Snædís Ögn Flosadóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir frá eignastýringu Arion banka, reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar og skattalega meðferð en einnig fóru þær yfir samspil útgreiðslna úr lífeyrissparnaði og frá Tryggingastofnun.

Næstu fræðslufundir verða auglýstir síðar á heimasíðu sjóðsins.