Frétt

Fræðslufundur í Bolungarvík

Fræðslufundur í Bolungarvík

Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður til sjóðfélagafundar í ráðhúsinu í Bolungarvík miðvikudaginn 28. október milli klukkan 17.30 og 18.30.

Á fundinum verður m.a. farið yfir rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins og sjóðfélögum gefst því tækifæri til að kynna sér lífeyrismál og spyrja út í allt sem við kemur lífeyrissparnaði.

Boðið verður upp á kaffiveitingar á fundinum. 

Jafnframt verða tveir starfsmenn frá Frjálsa með aðstöðu í ráðhúsinu frá kl. 11-17 um daginn fyrir þá sjóðfélaga sem vilja fá persónulega ráðgjöf um sín lífeyrismál.

Hlökkum til að sjá ykkur.