Frétt
Vel sóttur fræðslufundur um greiðslur úr lífeyrissparnaði
27. maí 2015Fræðslufundur um greiðslur úr lífeyrissparnaði, sem haldinn var í Arion banka miðvikudaginn 20. maí sl. var mjög vel sóttur en 160 manns mættu á fundinn. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hve mikill áhugi var meðal fundargesta á viðfangsefninu.
Markmið fundarins var að kynna reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar, skattalega meðferð lífeyrissparnaðar og samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun. Talsverðar umræður sköpuðust meðal fundargesta í lok fundar, sem stóð í liðlega klukkustund.
Fyrirlesari var Helga Sveinbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Eignastýringu Arion banka.