Frétt

Niðurstaða ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Niðurstaða ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn 29. apríl sl. Á fundinum var kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegar athugunar og fjárfestingarstefna. Jafnframt voru breytingartillögur á samþykktum sjóðsins samþykktar.

Á fundinum kom m.a. fram að hrein eign sjóðsins um sl. áramót var 146 milljarðar og stækkaði sjóðurinn um 11% á árinu. Tryggingafræðileg staða tryggingadeildar sjóðsins er sterk en eignir umfram heildarskuldbindingar voru 1,7% í lok árs. Sjóðfélögum hefur fjölgað verulega undanfarin ár og eru þeir um 50 þúsund.

Ásdís Eva Hannesdóttir og Magnús Pálmi Skúlason voru endurkjörin í aðalstjórn sjóðsins til næstu tveggja ára og Selma Svavarsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson endurkjörin í varastjórn til eins árs.

Skýrsla stjórnar

Glærur frá fundinum